Mannauður

2017 var fyrsta heila starfsárið okkar eftir að öll starfsemin var flutt í Svartsengi. Það er óhætt að segja að vel hafi heppnast og er starfsmannahópurinn enn þéttari en áður.

Starfsmannastefna HS Orku er að tryggja að vinnustaðurinn einkennist af fagþekkingu, verkkunnáttu, þjónustulund, starfsgleði og gagnkvæmri virðingu. Fyrirtækið hefur einnig sett fram jafnréttisáætlun þar sem unnið er skv. Lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Forúttekt að jafnlaunavottun er lokið og er stefnan að ljúka innleiðingu að fullu á vormánuðum.

Með því að vera með heildstæða stefnu í starfsmanna- og jafnréttismálum viljum við laða að okkur og halda í framúrskarandi starfsfólk sem tengir einnig við gildin okkar: Metnaður, heiðarleiki og framsýni.

Helstu áhersluatriði í starfsmannastefnunni eru starfsþróun og símenntun, starfið og fjölskyldan, öryggismál, starfskjör, samskipti og siðareglur ásamt heilbrigði.

Starfsreynsla
Starfsaldursviðurkenningar í desember - 180 ára starfsreynsla samankominn

Á síðasta ári setti fyrirtækið sér markmið varðandi „helgun starfsmanna“, að hún myndi aukast um 0,15 stig. Vinnustaðargreining var framkvæmd í nóvember og náðum við okkar markmiðum og gott betur því helgun starfsmanna jókst um 0,25 stig. Starfsánægja jókst einnig um 0,30 stig sem er mikið gleðiefni.

HS Orka tók í notkun nýjan innri samfélagsmiðil á árinu, Workplace frá Facebook.

Miðillinn hefur hlotið góðar viðtökur hjá starfsmönnun en hann auðveldar alla upplýsingagjöf innan fyrirtækisins.

Starfsmenn eru hvattir til að huga að heilbrigði sínu og hefur verið útbúin aðstaða fyrir starfsmenn sem hefur hlotið góðar viðtökur. Nokkrir öflugir hjólagarpar eru hjá fyrirtækinu og átti HS Orka lið í þriðja sinn í WOW Cyclothon.

Á árinu létu sex starfsmenn af störfum og komu fimm nýir til starfa. Fastráðnir starfsmenn HS Orku í árslok voru 59 en að auki eru nokkrir lausráðnir starfsmenn.

Menntun starfsfólks

Kynjaskipting starfsfólks

Aldur starfsfólks

Starfsaldur