Heimsóknir og göngur

Það hefur alla tíð verið vinsælt að koma í heimsókn til okkar bæði í Svartsengi og í sýninguna okkar á Reykjanesi. Á árinu voru gerðar breytingar varðandi heimsóknir í Svartsengi og aðgangur gesta takmarkaður.Sýningin okkar í Reykjanesvirkjun hefur ætíð vakið mikla athygli en þar er hægt að fræðast á gagnvirkan hátt um jarðvarma ásamt sólkerfinu og ólíka orkunýtingu.

Alls komu um 5.500 gestir í heimsókn til okkar í Svartsengi og Reykjanes árið 2017.

Konur í orkumálum  í heimsókn
Konur í orkumálum héldu haustfund sinn í Svartsengi í september

HS Orka stóð fyrir fjórum gönguferðum og einni hjólaferð um Reykjanesið í sumar í samstarfi við Reykjanes Geopark og Bláa Lónið. Göngurnar voru mjög fjölbreyttar og voru vel sóttar, en meðal annars var boðið upp á jarðfræðigöngu um Eldvörp undir leiðsögn Guðmundar Ó. Friðleifssonar, og fugla- og fjörulífsfræðslugöngu í Sandgerði. Nýjung ársins sló heldur betur í gegn en það var tónlistarganga þar sem gengið var frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum að æskuheimili Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmssonar og komu yfir 200 manns í hana.