HS Orka starfrækir vottað stjórnunarkerfi sem heldur utan um stefnur, markmið og verklag og tryggir þannig áreiðanleika starfseminnar ásamt því að tryggja að innri og ytri kröfum sé mætt.
Innri úttektir voru framkvæmdar af úttektarmönnum HS Orku sem og ytri úttektir framkvæmdar af BSI og unnið að úrbótum í kjölfarið. Gæðaráðsfundir voru haldnir aðra hverja viku þar sem gæðakerfið var rýnt og þannig unnið að stöðugum umbótum.
Á árinu var unnið að innleiðing á ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðli og OHSAS 18001 öryggisstjórnunarstaðli og kemur sú vinna til með að halda áfram á næsta ári. Stefnt er að vottun á vormánuðum 2018.
Að innleiða og reka stjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001 er verkefni sem snertir alla þætti fyrirtækisins.
Skuldbinding stjórnenda er mjög mikilvæg sem og þátttaka starfsfólks. Ávinningur stjórnunarkerfisins kemur sífellt betur í ljós og sést í daglegum störfum allra starfsmanna.